Leita í fréttum mbl.is

Skólaárið mitt í 6. bekk

Í vetur lærði ég mikið og mér finnst líka gaman að læra. Ég lærði stærðfræði, þar var ég að reikna plús og mínusdæmi og líka að læra tugarbrot. Ég reiknaði í skólanum, Ég lærði líka mikið í ensku og íslensku. Mér finnst líka íslenska og enska skemmtileg. Mér finnst erfitt að fá aðstoð í tímum af því að ég þarf alltaf að halda hendinni minni lengi uppi. Uppáhalds námsefnið mitt í skólanum er stærðfræði og skrift en í raun og veru er það stærðfræði. Mér finnst skemmtilegt að vera í skólanum og mér líður vel í tímum í skólanum. Ég á marga vini og vinkonur og ég er ánægð í þessum skóla og þessum bekk. Mér finnst líka skemmtileg að vera í sundi og íþróttum og leikum en ekkert sérstaklega skemmtilegt að vera í tónmennt. Mér finnst skemmtilegt að vera í yndislestri, bókin sem ég var að lesa heitir Loforðið. Ég las líkabók sem heitir Narnía og aðra sem heitir Benjamín dúfa. Við fengum að sjá  myndirnar sem eru gerðar eftir þessum bókum eftir að við vorum búin að lesa þær. Ég lærði líka að um Norðurlöndin og ég gerði hópverkefni um Finnland með Agoni, Maríu ‚Ísar og Síjan. mér fannst skemmtilegt að gera hópaverkefnið og gaman að vinna með öðrum. Það sem mér finnst skemmtilegast  sem að ég hef gert í skólanum er stærðfræði og íslenska og skrift.  Það sem mér finnst erfiðast er deiling, skriftar próf og margt fleira.mér finnst gamman að vera í úti í frímínútunum. Í gær var vorhátíð í Olduselsskóla það voru grillaðar pylsur og djús og svo vorum við 6.bekkur með kökubasar sem gekk vel. Mér fannst skólinn í vetur bara skemmtilegur en ég hlakka til að fara í sumarfrí og byrja svo í 7. bekk í haust. 


Ferilritun

Sagan mín heitir Ferðin til Akureyrar og er um ferð fjölskyldu til Akureyrar. Mér fannst gaman í ferilritun því mér finnst gaman að búa til sögur. Endilega lesið söguna mína.

 

 


Hvalir

Ég vann hvalaverkefnið mitt  með því  að teikna og skrifa og ég gerði uppkast um hvali.  Fyrst var ég að skrifa á  blað og svo fékk ég blátt blað og mér fannst það gaman.  

Ég vissi að hvalir væru með sporð og þeir væru með engar  tennur nema tannhvalir.   Síðan  valdi ég mér hvali og ég valdi búrhval og tannhval og svo gerði ég bók um hvali og svo þurfti allir að velja sér band. En  ég er ekki búin að því en þegar ég geri það þá ætla ég að velja blátt og bleikt band.  Steypireiður er stærsti hvalur jarðar.  

Ég fæ einkunn fyrir bókina mína. Skíðishvalir borða smádýr og háhyrningar  borða fleiri dýr og þeir borða mörg dýr og ég trúi ekki að háhyrningar borða seli.   


Höfundur

Sara Aiza Elíasdóttir Eliamouni
Sara Aiza Elíasdóttir Eliamouni
Ég er nemandi í Ölduselsskóla og ég er í 6 bekk.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband